Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 3

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 3
79 ofkælingu en fullorönum, vegna þess aö yfirborð líkama þeirra er aö tiltölu miklu stærra en á fullorðnu fólki. Öðru máli er að gegna með kalda bakstra, sem oft er hægt að nota í sjúkdóms- tilfellum, þótt um börn sé að ræða, eins og síðar mun getið. Alment stafar hræðsla fólks við kalt vatn frá þeirri skoðun, að það rýri eða steli burt nokkru af hinum eðlilega hita líkamans, og sé það sérstaklega skaðlegt, er um börn eða veiklað fólk sé að ræða. En þessi skoðun er alveg röng; því að snögg kulda- verkun á hörundið, eins og t. d. köld böð (o: io—20° kerlaugar eða steypiböð) framleiða aukinn hita í líkama mannsins, eða að minsta kosti aukna hitatilfinningu í hörundinu. Köld böð draga þannig ekki úr eðlilegum líkamshita, ekki einu sinni, þó um veikl- aða menn eða blóðlitla sé að ræða, heldur geta þau einmitt auk- ið hann; því að við böðin styrkist og stælist taugakerfið, sem aft- ur verður þess valdandi, að hitaframleiðsla líkamans vex að meiri mun, en hörundið missir í af hita sínum. En þar eð hitaframleiðsla er eitt hið mikilvægasta lífsstarf næstum allra líffæra líkamans, og þau á hinn bóginn við aukna hitaframleiðslu fá meiri kraft og lífs- þrótt, þá getur þetta einmitt haft mikla þýðingu, þegar um börn er að ræða og veiklaða menn, sem þurfa að auka og efla lífskraft hinna ýmsu líffæra. Sem dæmi þess, hve gott heilbrigðismeðal kaldir vatnsbakstr- ar geta verið, jafnvel við mjög þunga sjúkdóma hjá börnum, skal hér tilfærð frásögn eftir þýzkan barnalækni. Par segir svo: »Eg hafði fyrir skömmu til lækninga barn eitt, þriggja mán- aða gamalt, er þjáðist af maga- og garnabólgu. Eað var mjög að- fram komið, er ég sá það í fyrsta skiftið, því kalt á höndum og fótum, blárautt í andliti og á vörum, og hjartað svo máttvana, að varla varð vart við, að lífæðin slægi. Eftir að barn þetta háfði fengið kalda vatnsbakstra kringum kviðinn og bakið, brá undir- eins til batnaðar, uppsala og niðurgangur hættu alveg, og barnið lifnaði við að öllu leyti og náði brátt fullri heilsu.« Til að lækna að fullu þetta dauðvona barn, nægðu aðeins kaldir bakstrar, og það þurfti hvorki að grípa til þess að nota »mixtúrur« né »púlver«. Tað hefir auðvitað afarmikla þýðingu, að bakstrarnir séu rétt og vandlega á lagðir. Bezt er að nota þykt léreft eða líndúk, samanbrotinn fer—sexfaldan; svo dýfir maður honum í nokkrar mínútur niður í io—140 heitt vatn, þ. e. vatn, sem hefir alment stofuhitastig. Pví næst er baksturinn þur- 6*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.