Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1921, Page 77

Eimreiðin - 01.09.1921, Page 77
eimheiðin] ATHUGASEMDIR UM KRISTNITÖKUNA 333 vegna trúar sinnar, en það er enginn vafi, að sú ástæðan hefir langt frá því verið sú eina, eða sú algengasta. — Svo er það eitt enn, sem gerir þessa skcðun vafasama, en það er, að um leið og ætla verður, að stjórnvitskan hafi öllu ráðið hjá heiðnu goðunum, þá verður að ætla, að stjórn- vitska hafi alls ekki komist að hjá nýju höfðingjunum kristnu, er þeir börðust af alefli fyrir trúarskiftunum. Því að ef vald þeirra og mannaforráð hafa aðallega bygst á þeim, sem stukku brott frá hinum vegna trúarinnar, eins og Ólsen heldur, þá hefðu þeir verið að steypa undan sjálfum sér með þessu, en það var ólíklegt um þessa menn, sem voru svo framgjarnir, að þeir tóku sér völd gegn stjórnskipun landsins. Því meiri ástæða sem það hefði verið fyrir hina heiðnu goða að óska trúarskiftanna af þessum sökum, því minni varð hún fyrir nýju goðana. Hér snýst því í rauninni alt öfugt, ef stjórnmálin eru að- alatriðið, og sennilegast, að stjórnmálaástæðan hafi verið miklu minni en Ólsen vill vera láta. Gömlu goðarnir voru að vísu flestir heiðnir, en þó nokkrir kristnir, og þeir nýju hafa vafalaust verið hvorttveggja jöfnum höndum, svo að því fer fjarri að stjórnmálin og trúardeilan gætu fylgst svo mjög að, er flokkum skifti. Eg get því ekki fallist á, að með þessu sé gátan ráðin. Að visu er enginn vafi á því, að Olsen hefir bent hér á merkilegt og athugunarvert atriði í þessu máli, en það verður ekki talið jafn einhlítt og hann gerir. Aðrir, sem eg hefi séð eitthvað eftir um þetta efni, leggja ekkert verulegt til málanna, hvorki hinir eldri, né heldur þeir, sem síðan hafa ritað. Skoðun Ólsens sýnist hafa náð festu hjá þeim, sem á eftir honum rituðu, og skoðanirnar verið bræddar saman. Höfuðagnúinn á þessu er sá, að skýringarinnar er leitað í samkomulagi, er orðið hafi milli fiokkanna á alþingi, árið 1000. Heiðni flokkurinn fær þá ívilnun, að kristni flokkurinn tekur aftur úrsögn sina, en kristni fiokkurinn fær aftur á móti þá höfuð ívilnun, að allir gerast kristnir. En hvaða samkomulag er þetta? Alls ekkert, þegar að er gáð. t*að er beinn sigur kristna flokksins. Heiðni flokkur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.