Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 10
IO
forv. Thoroddsen
Stakk Sir William upp á að endurreisa hina fornu vörslu-
garða Babylónarmanna og laga sig sem mest eftir vatns-
veitum þeirra. Fyrirkomulag fornmanna var í alla staði
ágætt og alveg fullnægjandi eftir þeim kröfum, sem nú-
tíðarmenn mundu gera. En af mannvirkjum fornmanna
eru nú aðeins eftir litlar menjar, því siðlausar aðkomu-
þjóðir hafa skemt alt og fært úr lagi. Sumstaðar þarf
að þurka mýrar, grafa fram uppistöðulón og veita fljóta-
kvíslum í aðra farvegi, því alt er þetta komið á sundr-
ungu og óreglu síðan hin haga hönd Babylónarmanna
hvarf frá umsjóninni. Sir William stingur uppá að byrja
vatnsveiturnar á 1,400,000 hektara svæði og mundi það
kosta rúmar 500 miljónir króna, en færa svo seinna út
kvíarnar. Fessir fletir mundu, telur hann, árlega gefa af
sjer 120 milj. kr. ágóða, ef þar væri ræktað korn og viðar-
ull. Undir stjórn Tyrkja var óhugsanlegt að slík rækt-
unarstórvirki gætu komist í framkvæmd, en nú eru lönd
þessi að nafninu til komin undir Englendinga, svo von-
andi verður eitthvað gert þegar heimurinn fer að lagast.
Einn af örðugleikunum er fjarlægð og samgönguleysi.
Ferðin frá IConstantinopel til Bagdad hefur til skamms
tíma tekið 4—5 vikur lausríðandi og enn lengri tíma með
lest, en á járnbraut mætti fara þá leið á 2—3 dögum.
Pjóðverjar höfðu eðlilega hug á að ná sjer í eitthvað af
verslunararði þessara hjeraða, og skömmu fyrir stríðið var
þýskt fjelag farið að byggja járnbraut frá Litlu-Asíu þang-
uð austur, en það líkaði Englendingum miður og litu
hornauga til þess fyrirtækis. Það er eigi grunlaust um,
að bygging Bagdadar-járnbrautarinnar, og verslunarkepnin
um þessi lönd, hafi með mörgu öðru verið ein af orsök-
unum til hins viðbjóðslega heimsófriðar, sem nú á að
heita afstaðinn.