Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Qupperneq 55
Vendilsýsla
55
Leiði Jónasar er andspænis leiði málaranna Lochers og
Kröyers, sem prýdd eru veglegum minnisvörðum, en á
leiði Jónasar er hnullungssteinn án áletrunar, og enginn
hirðir um leiðið. Væri það ekki skylda og sómi fyrir
Islendinga að hirða um leiðið og reisa dálítinn minnis-
varða yfir Jónas, sem þrátt fyrir fátækt og armæðu af-
rekaði miklu á stuttri æfi, jók íslenskar bókmentir og
stuðlaði að því, að halda nafni Islands á lolti út um
heiminn, að minsta kosti um Norðurlönd.
Á sumrum er mikið baðlíf á Skaga og þá eru þar svo
mikil læti og fjör, að ekki er meiri þys og umferð á
Austurgötu í Höfn. Ríkir baðgestir streyma þangað úr
öllum áttum, og einkum bjuggu þar margir útlendingar
fyrir heimsstríðið mikla.
í síðustu hálfri öld hafa skáld og listamenn búið á
Skaga og gert bæinn víðfrægan og náttúru hans. Má
einkanlega nefna málarana Kröyer og Ancher og konu
hans, Carl Locher og Tuxen og svo skáldið Holgeir
Drachmann og mörg fleiri skáld og rithöfunda. Mörg
stórmenni eiga ætt sína að rekja til Skaga og má sjer-
staklega nefna Scaveniusættina, sem ber nafn eftir Skaga
eða Skaven, sem bærinn hjet að fornu fari. Svo sem
kunnugt er, var Eiríkur Scavenius utanríkisráðgjafi Dana
nýlega, og nú er frændi hans, Haraldur Scavenius, utan-
ríkisráðherra. teir eru báðir velgáfaðir, duglegir og
gætnir stjórnmálamenn, eins og hin hyggna framkoma
þeirra hefur sýnt bæði meðan stóð á heimsstyrjöldinni .
og eftir hana.
Á seinni hluta 18. aldar bjó merkur Islendingur,
Ólafur Ólafsson að nafni, á Skaga og var hann kall-
aður hjálparhella Skaga (Skagens Redningsmand). Hann
var tollgæslumaður þar í 9 ár, frá 1779 til 1788. Hann
var afkastarithöfundur og ritaði ógrynni öll af bókum
og ritum á dönsku, og barðist mest og best fyrir því, að
I