Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 93
Mannfjelagssiðferði
93
boðið þangað manni til að halda þar fyrirlestur. Stjórn-
in hafði samkvæmt lögum fjelagsins fullan rjett til þess.
Samt tóku nokkrir fjelagsmenn sig saman um að hindra
með pípublástri og ólátum að fyrirlesturinn væri haldinn.
þeir tóku eigi tillit til þess, að þeir höfðu, er þeir gengu
i fjelagið, beinlínis eða óbeinlínis skuldbundið sig til þess
að halda lög fjelagsins. Peir tóku eigi heldur tillit til
alls hins mikla manntjölda, sem var kominn til þess að
hlusta á fyrirlesturinn. I fám orðum þá vantaði gjörsam-
lega mannfjelagssiðferði. Oft er misjafn sauður í mörgu
fje, en menn þessir höfðu fengið hina bestu kenslu og
uppfræðslu, sem veitt er í Danmörku. Og þó höfðu þeir
eigi hugmynd um, hvaða skyldur menn gangast undir, þá
er þeir ganga inn í fjelag og þá er þeir eru í húsi, þar
sem menn koma saman til þess að hlýða á tölu.
Á svipaðan hátt gengur í fjelögum annara stjetta,
eigi síst meðal verkmannanna. Þeir ganga í verkmanna-
fjelög og takast með því á hendur þá skyldu að halda
samninga verkmannafjelaganna; en þó brjóta þeir þá
skyldu gagnvart fjelögum sínum, þá er það gagnar eigin
hag þeirra. Og það er fágætt, að þeir hafi þann andlega
þroska að taka tillit tii velferðar annara borgara, til ann-
ara atvinnugreina og til framleiðslunnar.
Allir vita hvílík ógæfa húsnæðisleysið er, og hve
hryggilega hart það kemur niður á verkmönnum. Fyrir
ófriðinn mátti gera venjulegt íbúðarhús á 7 til 9 mánuð-
um. Nú skyldu menn hafa vænt þess, að múrarar og
aðrir húsgerðarmenn mundu herða sig sjerstaklega við
húsagerðina af mannúðlegri siðferðisþörf til þess að hjálpa
fjelögum sínum í vandræðum þeirra. En það var öðru
nær, þeir bygðu nú húsin helmingi hægar en áður, og
gerðu alt, sem þeir gátu, til þess að seinka húsagerðinni;
þeir gerðu verkföll, vildu aðeins vinna átta tíma á dag
og hjeldu frí á laugardögum.