Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Side 95
Mannfjelagssiðferði
95
kynslóð líður undir lok áður, og hinn mesti fjöldi manna
verður að þola miklar og þungar raunir fyrir bragðið.
Sú þjóð, sem eigi gefur gaum að táknum tímanna,
dregst aftur úr öðrum, bæði andlega og siðferðislega, og
efnahagur hennar þróast þá eigi heldur.
II.
Dr. Ussing vill að uppfræðslan miði að því að inn-
ræta mannfjelagssiðferði. Fræðslulistin er fyrst og fremst
áttavísun. Barnið á að þekkja aðstöðu sína í heimin-
um. ]?ess verður að krefja, þá er borgarinn fer úr
skóla, að hann fari eigi þaðan með rammskakka hug-
mynd um, að hann sje óháður einstaklingur. Það á að
sýna honum við hvert tækifæri, hve eigin örlög hans
eru háð því þjóðfjelagi, sem hann býr í; hvernig ómögu-
legt væri fyrir hann að vinna fyrir sjer án hjálpar frá
þjóðfjelaginu; hvernig öll staða hans og þrifnaður hvílir
á vinnu þeirri, sem jafnframt hans eigin er unnin í þjóð-
fjelaginu; hvernig hann fyrir sitt leyti hafi örlög annara
í hendi sinni; hvernig hann með vanrækslu og hirðu-
leysi geti gert skaða svo margir fái að kenna á því;
hvernig hann beri því ábyrgð gagnvart öðrum í þjóð-
fjelaginu. Með því að benda á alt þetta, á að skýra
mannfjelagsábyrgðina fyrir honum, svo að ábyrgðarskyld-
an verði honum ljós og festist í huga hans. Petta á að
sýna með því að kenna, hvernig alt er samtvinnað
í mannfjelaginu og að einn hlutur er öðrum háður, en
eigi með prjedikunum og orðagjálfri.
Pekking á ábyrgð er fyrsta skilyrðið fyrir því að
ábyrgðartilfinningin vaxi.
Til þess að skýra þetta má byrja að kenna þjóð-
megunarfræði þegar í bernsku með stafrófinu og í
barnaskólunum. í staðinn fyrir ýmsar þulur, sem hafa
verið kendar, má kenna þulur um samvinnu manna.