Aldamót - 01.01.1891, Page 3
3
leikann eins og annað gróm, eins leitar nú hinn
gamli heimur að lind eilífrar æsku í vísindum og
þekking og hyggst þar að finna öllum meinum
bót. Og víst er um það, að ætti ekki þessi lát-
lausa leit og rýnandi rannsókn sjer stað, mundi
miklu meiri ellibragur yfir lífinu, en það er.
Menn ræða um manninn og baráttu hans fyrir
lífinu, — benda á hann, þar sem hann situr við
árar á lífsins knör og sækir róðurinn svo fast, að
blóðið hrýtur undan naglsrótunum, því hann er að
sækja lífsins björg handa henni, sem ung trúði
honum fyrir lífi sínu, og handa barninu sínu og
hennar, sem hljóðar við þurt brjóstið í lága hreys-
inu þeirra. Og menn virða hann fyrir sjer, þeg-
ar hann loksins er kominn heim með björgina, sem
það hefur kostað hann svo mörg og örðug áratog
að afia sjer, og verður þess var gegnum hálfopn-
ar dyr, að hann kemur of seint og andlitin nábleik
og augun brostin segja honum sögu svo sker-
andi sára, að hann æpir upp yfir sig af kvöl. —
Eða menn horfa inn í hjarta mannsins og stara
hugfangnir á þann ástríðunnar logandi eld, sem
brennur þar inni. — Eða menn fylgja honum, þar
sem hann ráfar í villu sinna eigin hugsana upp
um fjöll og firnindi og langar ef til vill ofan í dal-
inn, þar sem guðs vermandi sól brosir við ormi-
num í duptinu og vefur allt lífið að sjer, — en finn-
ur ekki þann gangstig, sem þangað liggur. — Eða
menn dást að honum, ungum og sterkum, með
öfluga trú á lífinu, fulltrúa alls þess, sem menn
óska og vona, vinnandi hverja i/erMZe«-þrautina
á fætur annari, frelsandi þjóð sína frá meinvætt-
um og illþýði í alls konar myndum.
1*