Aldamót - 01.01.1891, Page 5
5
finnum vjer þar næsta fátt um hin andlegu mál mann-
anna. Það er undarlega lítið, sem um þau er rit-
að og rætt meðal vor. Það er eins og vjer þekk-
jum þau ekki.
Það þyrftu að verða aldamót hjá oss í þess-
um skilningi. Það er skylda allra hugsandi manna,
einnig meðal vorrar fátæku þjóðar, að láta það
koma í ljós, að hið mannlega ekki er komið í
neina útlegð hjá oss. Þegar það verður sagt með
sanni um einhverja þjóð, er hinn þyngsti dómur
kveðinn upp um hennar andlega líf, sem unnt er
að fella.
Þetta litla tímarit, sem nú hefur göngu sína
meðal fóiks vors, vill leitast við að gjöra ofurlitla
tilraun í þessa átt. Það vill leitast við að leggja
fram sinn litla og fátæka skerf til þess, að tekin
sjeu til umræðu á voru máli ýms þau spursmál,
sem mest eru uppi i tímanum.
Það snýr sjer einkum að kristindóminum og
því, sem stendur í sambandi við hann. Því krist-
indómurinn er heimsins langstærsta áhugamál.
Hversu mikil og brennheit sem hin ýmsu dagsspurs-
mál mannanna eru, þá er þó spurningin um eilíft
líf stærri og brennheitari en þau öll. Hún er
hjartað í hugsunum manna og Jesús Kristur er sá
klettur aldanna, sem allir boðar mannlegrar hugs-
unar brotna við.