Aldamót - 01.01.1891, Page 6
II.
Lífsskoðanir.
Eptir
Friðrik J. Bergmann.
Vjer sitjum á bekk með þeim, sem stynja.
Vjer lifum í heimi, »þar sem það að hugsa er hið
sama og að vera sorgbitinn«. Stunurnar stígaekki
einungis upp frá brjósti þeirra, sem líkamleg veik-
indi þjá. Það eru menn og konur, sem eiga lík-
amlegri heilbrigði að hrósa, sem stynja og and-
varpa og eiga svo bágt, að þeim finnst lífið að
eins hefndargjöf.
»Hví stynur þú svo þungt og hví er hjarta
þitt harmi lostið, samferðamaður? Hví er kinn þín
föl, augað hrætt, höndin skjálfandi? Lífið brosir
allt í kringum þig, búið sínu brúðkaupsskarti. En
það er eins og bros þess sje þjer viðurstyggð, —
öll þess dýrð þýðingarlaust prjál, öll þess fegurð
eins og fríðleikur lauslátrar konu, sem þú villt
ekki snerta. Hvi er þessu þannig varið, vinur?
Hví hefur þjer hætt að þykja væntum lífið, þessa
dýrmætu morgungjöf drottins»?
Þannig spyr jeg, þar sem jeg sit á bekk með
þeim, sem stynja. Og hverju er mjer svarað?