Aldamót - 01.01.1891, Page 8
8
þá lagður í moldina og þar verð jeg einungis að
áburði. Hví skyldi jeg ekki vera glaður meðan
jeg má? Jú, því ætli þú megir ekki halda áfram,
sagði jegvið sjálfan mig, og svo hjelt jeg áfram.
Arin liðu. Það komu fvrir tímabil, að mjer
fannst þetta líf óbærilegt. Mig fór að velgja við
því. Það kom kuldi í herðarnar ámjer, þegarjeg
hugsaði um það. Jeg hef opt hugsað um tilfinn-
ingar þess föður, sem misþyrmt hefur barninu sínu.
Og jeg held, að mínar tilfinningar hafi opt verið
svipaðar, þegar jeg stöku sinnum nam staðar og
hugsaði um sjálfan mig. En jeg hristi þær af mjer,
eins og maður hristir af sjer hræðsluna, þegar mann
hefur dreymt eitthvað ljótt og voðalegt.
Þessar stundir urðu smátt og smátt fleiri, án
þess jeg rjeði við það. Lífsnautnin fór að missa
sitt aðdráttarafl. Heilsan fór að bila. Lystin smá-
minnkaði. — Samt logar hún upp innan um og
saman við með sinni gömlu áfergju.
Nú stend jeghjer, liðlega þrítugur maður, með
viðbjóð við öllu lifinu. Jeg hef lifað nógu lengi
til að sannfærast um, að lífið er voðalegasta tál.
Mennirnir eru vondir. Þeir sem látast vera beztir
og almennt eru álitnir beztir, hafa að eins komizt
lengst í því að vera hræsnarar. Djúp er fyrirlit-
ning þeirra fyrir mjer. En djúp og bitur er líka
mín fyrirlitning fyrir þeim.
Rjett núna, þegarþú ávarpaðirmig, var jeg að
hugsa um, hvort það væri ekki heimska að vera að
bíða og bíða þess, að dauðinn kæmi sjálfkrafatil mín
og legði sína frelsandi hönd ámig. Hann erhver-
vetna í kringum mig. Jeg geteins komið til hans
og hann til mín. Hann er í ánni hjerna rjett við.