Aldamót - 01.01.1891, Side 14
14
á Englandi og þeir af guðfræðingunum, sem fast-
heldnastir eru við hið gamla, rjetta í þessu efni
hver öðrum vingjarnlega bróðurhönd. En að þessu
takmarki siðferðislegrar fullkomnunar gengur hver
þá leið, sem lifsskoðun hans bendir honum. Á
þeirri leið kemur það í ljós, hver lífsskoðunin á
sterkust siðferðisleg öfl í sjer fólgin. En með því
er ekki annað sannað en það, að takmarkið sje í
Qarska. Þegar heilir hópar fólks halda þá leið,
sem liggur beint frá þessu takmarki,— þegar sið-
ferðisleg apturför og rotnun grípur um sig í mann-
fjelögunum, þá er eðlilegt að spurt sje, að hve
miklu leyti þetta standi í sambandi við einhverja
ákveðna lífsskoðun eða ekki.
Yflr höfuð virðist með öllu eðlilegt og rjett,að
dómurinn yfir eina lífsskoðun sje felldur sam-
kvæmt því berandi afli, sem hún hefur fyrir sið-
ferðislega fullkomnun mannsins. Það er lífið, sem
dæmir þá, er lifa. Að lifa þannig, að sá dómur
verði bærilegur, er aðalatriðið. Fyrstu frumspurs-
mál lífsins eru siðferðislegs eðlis. Hugsanir vorar
um þau ákveða að meira og minna leyti stefnu
lífs vors. Lífsárangurinn verður optast nær sam-
kvæmur lífsstefnunni. Hann sýnir, hve mikið ber-
andi afl lífsskoðunin hafði fyrir manninn. Annað-
hvort ber hún hann upp á við eða niður á við.
Annaðhvort gjörir hún líf hans efnismeira eðaefn-
isminna. Annaðhvort eykur hún manngildi hans
eða hún dregur úr því. Þess vegna er lífsárang-
urinn hinn rjetti dómari hverrar lífsskoðunar. Trjeð
þekkist af ávöxtunum.
Það eru tvær aðallífsskoðanir, sem standa and-
spænis hvor annari í heiminum. Trú og vantrú