Aldamót - 01.01.1891, Síða 15
15
eru aðaleinkenni þeirra. Kristindómur og anti-
kristindómur eru mannlífsins tveir aðalstraumar.
Að sönnu tekur neitun vantrúarinnar mörgum stig-
breytingum; hún er einlægt að skipta um búning.
En í sínu innsta eðli er hún þó ætíð sjálfri sjer
lík.
011 hin miklu spursmál mannlífsins eru í sínu
innsta eðli trúarlegs efnis. Því betur sem hugsun
vor kemst inn að kjarnanum í heimsdeilunni, því
ljósara verður oss það, að ágreiningurinn er milli
trúar og vantrúar. Trúin er málefni hjartans, van-
trúin eðlilega einnig. Þess vegna sagði speking-
urinn Goethe, sem svo margt talaði af hinni dýpstu
vizku: »Veraldar- og mannkynssögunnar eiginlega
og dýpsta efni,—það, sem allt annað skipast utan
um, er og verður ágreiningurinn milli trúar og
vantrúar«.
Þegar vjer því tölum um lífsskoðanir, verður
þetta aðalatriðið. Sú grein, sem vjer gjörum oss.
fyrir guði og heiminum og hlutfallinu, sem það
stendur í hvort til annars, hefur ákvarðandi þýðing
fyrir alla stefnu hugsana vorra.
n.
Um miðja 18. öldina byrjar nýtt tímabil. Sá
vantrúarstraumur, sem vjer erum nú uppi 1, fór
þá að gjöra vart við sig.—Menn byrjuðu með þvi að
tala um »upplýsing«. Sú upplýsing var í sínu
innsta eðli breyting á hugsunarhættinum í trúar-
legum efnum. Það var neitun mannlegrar skyn-
semi að viðurkenna það sem sannleika, er hún
fjekk ekki skilið. Allt, sem henni var um megn
að gjöra sjer grein fyrir, sjá og þreifa á, fjekk