Aldamót - 01.01.1891, Side 16
16
hún sterka löngun til að neita: Þessi nýfædda
upplýsing sneri sjer móti hinum opinberuðu trú-
arbrögðum. Hún byrjaði með því að neita ýms-
um atriðum guðlegrar opinberunar. Þessi breyt-
ing í hinni trúarlegu hugsun hefur haldizt fram á
þennan dag og gripið meira og meira um sig.
Hún hefur tekið mörgum stakkaskiptum, birtzt í
mjög ólíkum búningi, en í aðalefninu verið sjálfrí
sjer lík. Saga þessa tímabils er um leið saga vorra
tíma. Þær lífsskoðanir, semþessi fráhvarfsstraum-
ur hefur fætt af sjer, eru þær, sem vjer nú verð-
um varir við í lífinu í ýmsum myndum.
Þessi stormalda móti kristindóminum hófst á
Englandi. Talsmenn upplýsingarinnar þar nefn-
dust deistar. Þeir neituðu reyndar ekki kristindóm-
inum i heild sinni. Kjarnann vildu þeir varðveita
og geyma. Og þessi kjarni var eptir áliti þeirra
trúin á einn, almáttugan guð. Öllu öðru vörpuðu
þeir frá sjer sem óhreinu og óekta og vildu brenna
það á eldi. Þeir voru alvörunnar menn og töluðu
í flestum tilfellum um þessi háleitu efni meðþeirri
alvöru, sem þeim hæfir og sem enska þjóðin er
svo einkennileg fyrir.
Frá Englandi barst hreyfingin til Frakklands.
Þar hitti hún alvörulitla þjóð, sem söguleg skilyrði
höfðu hrundið út í hættulega sigling. Voltaire með
sinni ljettúðarfullu hæðni og Rousseau með sinni
brennandi, hálftrylltu mælsku gjörðustþar berend-
ur hreyfingarinnar og flutningsmenn, hrundu öllu
því, sem þjóðin hafði elskað og trúað á, ofan í
skarnið og bljesu að kolunum þangaðtil, aðstjórn-
arbyltingin mikla laugaði landið í blóði. Og þó á
móti þeirri bylting kæmi önnur bylting, sem leiddi