Aldamót - 01.01.1891, Síða 17
17
mörg beljandi fljót aptur í gamla farvcgi, hjeldu
| straumar vantrúarinnar áfram að flæða yflr landið
með sívaxandi þunga og halda áfram enn.
Fljótlega barst þessi hreyfing frá Frakklandi
yfir til Þýzkalands. Þar hitti hún þjóð, sem trúað
hafði heitar en nokkur önnur, — Þjóð, sem lagt
hafði fegurri fórnir á altari drottins en nokkur önn-
ur og haflð fána lífsskoðunar kristindómsins svo
hátt, að hann varð sjeður af þjóðunum, er siglt
höfðu skipum sínum upp í skerjagarð andlegrar
villu, eins og frelsandi vita-blys, sem með birtu
sinni bjargaði þeim úr bráðum lifsháska. Lífsskoð-
un kristindómsins hafði hún gefið öðrum þjóðum í
nýrri og endurfæddri mynd. Xú er neytt upp á
hana lífsskoðun vantrúarinnar til endurgjalds. Og
það var tekið við henni; henni var ekki synjað
landsvistar. Hún kom af stað ógurlegum, andleg-
um jarðskjálfta, ef svo má að orði komast, hjá
jtessari þjóð með hinar djúpu hugsanir og hinar
djúpu tilflnningar. Og einlægt síðan hefur hún ofið
sinn svarta þráð inn í lífsvef þjóðarinnar, einsogí
rauninni allra þjóða.
Einungis enska þjóðin með sinni andans al-
vöru, sínum óbrotna lífskrapti, sínum óbilandi vilja
■og sínu heilbrigða starfsfjöri náði sjer nokkurn
veginn aptur í trúarlegu tilliti. Þess vegna varð
t. d. enska hugmyndin um frelsið af hreinni toga
■spunnin en hugmyndin um frelsið á meginlandi
Norðurálfunnar. Að vera frjálslyndur maður á, eptir
•enskum og þá um leið amerískum hugsunarhætti,
ekkert skylt við að vera vantrúarmaður. En á
aneginlandi Norðurálfunnar hafa menn fengið frels-
2