Aldamót - 01.01.1891, Page 18
18
ishugmyndir sínar frá stjórnarbyltingunni miklu á
Frakklandi, þegar vantrúin og frelsið sórust ifóst-
bræðralag. Þess vegna þýðir það í Norðurálfunni
alstaðar nema á Englandi í svo mörgum tiltellum
hið sama að vera frjálslyndur og að vera vantrúar-
maður. En það kemur líka fram í frelsisbaráttu þjóð-
anna á meginlandinu, að það er eitthvað geggjað
við þá frelsishugmynd, sem þar er verið að ber-
jast fyrir; annars gæti það ekki gengið eins seint
og hörmulega. Brezka hugmyndin um frelsið hefði
naumast unnið annan eins sigur í lífi ensku þjóð-
anna og borið eins dýrlega ávexti fyrir mann-
kynið í heild, ef hún hefði ekki runnið upp eins
og blómkvistur af rótum kristindómsins, staðið í
skjóli hans og frá honum dregið vökva og næring.
Að frelsið hefur staðið svo miklu betur að vígi
meðal ensku þjóðanna og komið svo miklu meira
til leiðar en meðal annara þjóða, er vissulega ekki
að svo litlu leyti vegna þess, að það hefur haft
lífsafl og lifsskoðun kristindómsins í fylgi með sjer.
En það, að frelsið hefur átt við svo mikið ofurefli
að etja í lifi annarra þjóða og er enn svo miklu
lengra frá að brjóta einveldi og kúgun á bak apt-
ur, er að minnsta kosti að nokkru levti vegna þess,
að það hefur borið og ber enn feiknstafi guðlausrar
lífsskoðunar í merki sínu1. Þegar frelsið fer íliðs-
1) Sbr. orð sósíalistaforingjans Bebel’s á ríkisþinginu
þýzka 1881: «Vort pólitiska prógram er lýðveldisstjórn,
vort aubfræbislega prógram er sameign (sósíalismus) og
vort trúarlega prógram er guðsneitun (atheismus)>. Og í
septembermánuði árið sem leið (1890) hrópaði annar leið-
andi sósíalisti út ylir ógurlegan mannfjölda, sem saman