Aldamót - 01.01.1891, Page 19
19
bón til þjóðar, sem þó þrátt fyrir allt er kristin
þjóð, 1 nafni yantrúar og neitunar, er að búast við,
að kjarninn úr fólkinu snúi balcinu við frelsinu í
þess ytri mynd og segi: »Ef mjer er boðið að
hafa skipti á lífsskoðun minni og frjálsari stjórn-
arskipun, hafna jeg boðinu, því jeg met hana meira
en allt annað«.
Af þessari ástæðu er það að nokkru leyti, að
kirkjunnar menn á meginlandi Norðurálfunnar hafa
fremur hallazt að íhaldsstefnunni í stjórnmálum.
Þeir hafa haft beyg af að skipa sjer undir þann
frelsisfána, sem undinn var upp úr blóði stjórnar-
byltingarinnar miklu. Þegar forvigismenn þessa
frelsis hafa verið að prjedika sína frjálslyndu pó-
litík inn í fólkið, hafa þeir einlægt öðrum þræði
prjedikað uppreisn gegn lífsskoðun kristindómsins.
Um leið og þeir hafa talað máli frjálslegra stjórn-
arfyrirkomulags, hafa þeir talað máli vantrúarinn-
ar. Um leið og þeir hafa viljað hrinda einveldi
og kúgun úr hásæti, hafa þeir leitazt við að hrinda
guði almáttugum úr hjörtunum. Þeir hafa falsað
frelsishugmynd sína með því að blása belg hennar
upp með kreddum sinnar trúlausu lífsskoðunar.
Þess vegna hafa þeir opt bezta hlut fólksins á móti
sjer. Og þess vegna er þessu frelsi svo hætt við
að verða giptusnauðu, þar sem það ryður sjer til
rúms eins og á Frakklandi. Þegar það hefur upp
hendur sínar til að blessa fólkið, ber það ósjaldan
við, að eitur drýpur af fingurgómunum. Þess
vegna er það líka svo valt í sessi. Það hefur
var kominn í Berlin: «Það er heyrum kunnugt, að kenn-
ing sósíalistanna er guðsneitun og lýðveldisstjórn».
*2