Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 21
21
rialismus nefnist. Aðalsetningar hennar eru þess-
ar:1
Öll tilveran er efni og afl. Efnið er óaðskil-
janlegt frá aflinu, aflið frá efninu. Væri aflið að-
skilið frá efninu, mundi efnið óðar hrynja í sund-
ur, uppleysast í smáagnir. Aflið birtist einungis í
efninu; það er ekki unnt að hugsa sjer það án
efnis. Segulaflið þekkjum vjer einungis af þvivjer
þekkjum járnið; þannig hvervetna. Aflið er eig-
inlegleiki efnisins, eins og sjónin er eiginlegleiki
augans, hugsunin eiginlegleiki heilans.
Af þessu leiðir, að heimurinn hefur verið til
frá eilífð og hefur aldrei verið skapaður. Hvern-
ig hefði aflið getað verið til án efnisins'? Ostarf-
andi afl er óhugsanlegt afl. An efnisins er því
eigi unnt að starfa. Frumsál eða sköpunarafl er
þess vegna óhugsanlegt sem orsök heimsins og lífs-
ins. En sje heimurinn ekki skapaður, ferst hann
heldur aldrei, en stendur að eilífu. Það sem vjer
köllum fæðing og dauða, tilorðning og eyðilegg-
ing, eru að eins ytri breytingar, sem frumefnin
taka. Engin ögn efnisins verður til af nýju; engin,
sem þegar er til, ferst nokkurn tíma. Öll þessi
ytri tilbreyting, öll þessi eilífa hringrás aranna,
sem vjer sjáum, er tilgangslaus, hefur ekkert
naarkmið. Alt, sem liflr, einnig maðurinn, er þessu
sama lögmáli háð. Með hverju andartaki breyt-
umst vjer. Á hverjum fjórum vikum verðum vjer
í þessum skilningi nýir menn.
Þegar vjer segjum, að maðurinn deyi, á það
1) Sbr. Dr. August Vogel: Lebensprobleme und Weltratsel
im Lichte der neueren Wissenschaft. 1891.