Aldamót - 01.01.1891, Page 23
23
])að, sem hann má til með að hugsa, vill það, sem
hann má til með að vilja. Allt er nauðsyn, breytni
mannsins einnig. Vjer breytum eins og vjer meg-
um til með að breyta. Að þjófurinn stelur og að
morðinginn firrir náunga sinn lífi, er hvorttveggja
náttúrulögmál; þeir máttu til. Þess vegna á held-
ur engin ábyrgð sjer stað fyrir orð og gjörðir.
Frjálsræði viljans er hvergi til nema í ímyndan-
inni; það er tómur heilaspuni. Hegning laganna
fyrir brot og misgjörðir er eiginlega himinhróp-
andi ranglæti. Engan er unnt að krefja til reikn-
ingsskapar fyrir það, sem honum er ósjálfrátt, —
það, sem hann er knúður til af ósveigjanlegu nátt-
úrulögmáli. Betrunarhúsin ættu að gjörast að sjúkra-
húsum. Tilhneigingin tii glæpa er sjúkdómur og
það er skylda læknanna að finna lyf á lyfjabúðu-
num við þeim sjúkdómi ekki síður en öðrnm.
Guðshugmyndin er skýring barnalega hugs-
andi manna á uppruna allra hluta. Hún þornar
upp eins og dögg á stráum eptir því sem sól þekk-
ingarinnar hakkar á lopti. Trúarbrögð og guð-
frsðði eru leikfang fávísra manna; hvorttveggja
verður smámsaman útlægt úr heiminum. A borði
tilverunnar finnum vjer hvergi gómstóran blett
fyrir almáttugan guð. Hið sýnilega er allt; fyrir
utan takmörk þess ekkert.
Þannig hljóða aðalsetningar hinnar materialis-
tisku lífsskoðunar. Hún þvkist styðja sig við reynslu
og rannsókn. Hún hefur tekið sjer rannsóknir
Ðarvoin’s og þær ályktanir, sem hann og aðrir
hafa af þeim dregið, sjer til inntektar og stuðnings.
Evolutions-tilgáta Darwins er þeirra uppáhald. Það
er kenningin um myndan alls af einni fyrstu frum-