Aldamót - 01.01.1891, Page 24
24
ögn. Ein dýrategundin hafi myndazt af íumaný
hinar hærri af hinum lægri. Mennirnir sjeu komn-
ir af öpum. En eins og kunnugt er, hvílir allt:
þetta á vísindalegum tilgátum. Otal hlekki vant-
aði í þessa röksemdakeðju, þegar hún var fram-
sett fyrir 30 árum (1860). Vísindamennirnir hafa
verið að leita að þeim með logandi ljósi eins og
saumnál í þessi 30 ár. Þeir virðast nú vera litlu
nær. Hlekkina vantar enn. Það er enginn hlekkur
fundinn, sem tengir hina dauðu náttúru við hina,
lifandi. A milli þeirra er djúp staðfest, þar sem
ekkert kemst yfir. Allt, sem lifir, fæðir af sjer
afkvæmi, hvað eptir sinni tegund. Af jurtinni fæð-
ist aldrei dýr, nje heldur jurtin af dýrinu. Ap-
aldurinn ber aldrei vínber, nje vínviðurinn þistla.
Mr. Etheridge, núverandi umsjónarmaður yfir British
Museum, heimsins langstærsta náttúrufræðis-safni,.
stendur víst ekki neinum vísindamanni, sem nú er
uppi, á baki í þekkingarlegu tilliti. En í þessu
geysimikla safni segir hann að ekki finnist allra
minnsta sönnun fyrir þvi, að ein tegundin hafi
fæðzt af annarri, hinar hærri af hinum lægri. Og
úr því engin sönnun finnst fyrir því þar, er að bú-
ast við, að menn fari að verða nokkuð óþolinmóðirh
Einhver frægasti vísindamaður Frakklands,
sem nú er uppi, Armand de Quatrefages að nafni,
hefur nú í vetur látið eitt hið helzta tímarit Frakka1 2
flytja ritgjörðir um Darwinskenninguna, sem vakið'
hafa mjög mikla eptirtekt. Hann sýnir þar fram
á, að í þau 30 ár, sem liðin eru síðan kenningin
1) Dr. Charles Deem: Heredity and Christian Doctrine.
Homiletic Review. Feb. 1891.
2) Joumal des Savants.