Aldamót - 01.01.1891, Side 26
26
af víni sinnar andlausu lifsskoðunar og látið færa
sjer hin helgu ker úr musteri drottins, til að fylla
þau hinum deyfandi drykk, svo allir mættu skola
kverkar sínar með honum og dýrka hið sýnilega
en gleyma hinu ósýnilega. Ef til vill er tími þeg-
ar í nánd, að höndin birtist, ritandi sín dómsorð á
vegginn, og að þeir, sem rjóðir voru af víninu,
verði litverpir.
Menn eru nú farnir að sjá, að hin materialis-
tiska lífsskoðun hefur farið með fals. Efnið og
afiið, er hún talar um sem alþekktar stæi’ðir, eru
stærðir, sem henni er um megn að gjöra sjergrein
fyrir sjálfri. Efnið samanstendur af smáögnum,
segja materialistarnir. Það er hið svonefnda
»mólekúl«, ■— smáögn, sem allt á að gjöra. En
hvernig er henni varið. »Vjer vitum ekkert um
stærð hennar, mynd nje lögun. Enginn hefur sjeð
hana og það er ekkert útlit fyrir, að hún sjáist
nokkurn tíma«. Það eru orð materialista-konungs-
ins, Buchner’s, sjálfs.
Eins um aflið. Hvað er þetta afl? »Um það
vitum vjer ekkert annað en breytingarnar, sem
vjer sjáum í ríki náttúrunnai',« svara þeir oss.
Að vjer hugsum með heilanum er þó ekki endi-
lega hið saixxa og að heilimx hugsi sjálfur. Þegar
hin dýrlegu lög tónskáldanna hljóma til vor frá
organi, vitum vjer, að það er ekki organið sjálft,
sem leikur þessi lög; þau eru auðþekkt frá lýru-
kassalögununx. Vjer vitum, að það er listamanns-
xns æfða hönd, sem leikur á organið. Heilinn hefur
■ekki fleiri skilyrði til að hugsa sjálfur, en organið
til að leika lögin. Hann hlýtur því að vera verk-