Aldamót - 01.01.1891, Síða 27
27
færi í andans hendi, það hljóðfæri, sem hann leik-
ur sín lög á.
Öll þessi heimspeki strandar líka á meðvitund
mannsins sjálts. ETún segir honum, að hann sje
annað og meira en viljalaus vjel, sem knúð sje af
nauðsyn eins náttúrulögmáls til að gjöra þetta, en
láta hitt ógjört. Hann finnur við hvert spor, er
hann stígur, að honum væri jafn-auðvelt að ganga
i gagnstæða átt. Þjófurinn hefur þá meðvitund í
brjósti sínu, að honum hefði verið unnt að láta
vera að stela, morðinginn að hann liefði vel mátt
láta líf náunga síns ósnert. Báðir finna sig seka.
Og báðum finnst þeir hafi unnið til hegningar fyr-
ir brotið 1 einni eðurannarri mynd. Hvert augna-
blik finnur maðurinn til ábyrgðar fyrir orð og
gjörðir, meðan liann er með sjálfum sjer. Þetta
þrennt í meðvitundarlífi mannsins vitnar á móti
falsályktunum materialistanna: Tilfinning manns-
ins um að hann sje frjáls vera, tilfinningin um
mismun góðs og ills og meðvitundin um siðferðis-
lega ábyrgð. Það er að sönnu ekki ómögulegt að
svæta þessa meðvitund um tíma að minnsta kosti.
En afieiðingin er ætíð hið mesta tjón fyrir mann-
inn.
Þegar vjer förum að hugsa um hin siðferðislegu
•öfl þessarar lífsskoðunar, sjáum vjer þegar, að þau
■eru næsta fá. Þegar mennirnir hafa verið sviptir
hugmyndinni um guð, um eilíft líf, um siðíerðis-
lega ábyrgð, hafa þeir orðið af með þær sterkustu
hvatir til að bæla niður sitt spillta eðli. Material-
asmusinn setur manninn á bekk með dýrunum,
staöhæfir, að hann sje ekkert annað en dýr. Með