Aldamót - 01.01.1891, Page 28
28
því gefur hann því dýrslega í manneðlinu næring;
dýrið rís upp og bælir manninn undir sig.
Að segja manninum, að hann verði að vera
dyggðugur sökum komandi kynslóða, er svo afl-
laust, að það nærri vekur bros á vörum manns.
Enda er það einungis napurt háð, ef maðurinn
hefur alls ekkert vald yfir sjálfum sjer og er sett-
ur undir grimma harðstjórn blinds náttúruiögmáls.
Þaö sýnir að eins, að materialistarnir hafa við og
við beyg af sinni eigin lífsskoðun. Þeir eru hrædd-
ir um, að hún kunni að hafa skaðlegar afleiðingar
fyrir komandi kynslóðir.
Ein neitunin dregur aðra með sjer. Menn
byrjuðu með að neita trúarlærdómum kristindóms-
ins. En siðalærdómi kristindórasins var hrósað.
Hann var hafinn til skýjanna og það með þvílíkri
andagipt. An hans megum vjer ekki með nokkru
móti vera. En nú eru materialistarnir að komast
að þeirri niðurstöðu, að siðalærdómur kristindóms-
ins sje óhafandi. Þeir eru jafnvel komnir svolangt
í viðurkenningunni, að þeir nefna hann: Siðalær-
dóm þrælanna. En siðferði forfeðra vorra í heiön-
inni, þegar menn óðu hver að öðrum með morð-
vopn um leið og þeim bar eitthvað á milli og ljetu
höfuðin f'júka eða þegar menn gjörðu atreið að
heimilum fjandmanna sinna og brældu inni göfng-
lynda menn með öllu heimilisfólki eins og mel-
rakka í greni, — því hrósa menn nú og hefja til
skýjanna og nefna það siðferði herranna.
Það eru líklega ekki allir af tilheyrendum mín-
um, sem geta fengið sig til að trúa þessu. Yrnsir
halda eflaust, að jeg sje nú að fara með öfgar ein-
ar og ýkjur. Jeg sje nú að reyna að gjöra mál-