Aldamót - 01.01.1891, Side 30
30
rífa völdin til sín aptur og halda skrílnura í skef-
jum undir oki þrælkunarinnar. Gott er allt það,
sem herrahvatir mannsins benda honum til. Breytni
herrans er því ætíð góð, þegar hann breytir
samkvæmt herrahvötum sinum. Fyrirlitlegt er allt
það, sem herrann hatar: Hugleysi, bleyðiskapur,
hræðsla, smásálarskapur, þröngar hagsmunahvatir,
sleikjuháttur, smjaður og um fram allt lygi. Dyggðir
þrælanna — kristinna manna — eru að mestu leyti
fólgnar í því, sem herrann hatar: Meðaumkun,.
kærleikur, viðkvæmni, þolinmæði, iðni, auðmýkt..
Herrarnir gjöra greinarmun á góðu og slærriu,
þræiarnir greinarmun á góðu og illu. Sá grein-
armunur þrælasiðalærdómsins dregur allan kjark
úr manneðlinu og gjörir manninn að aumingja..
Herrarnir verða þess vegna algjörlega að útrýma
þeim greinarmun. »Bit samvizkunnar«, segir-
Nietzsche, »er eins og bit hundsins í steininn,—
heimska«.— »Gefðu aldrei iðruninni rúm, en segðu
heldur við sjálfan þig: Það væri að bæta annarri
heimsku við þá fyrri«k Mennirnir, sem hann
bendir á nútíðarherrunum til fyrirmyndar og eptir-
breytni, eru hetjur Hómers, víkingar Norðurlanda,
þýzku og japönsku aðalsmennirnir, en einkum og
sjer í lagi gömlu Rómverjar. Það er að segja::
Lækningin við öllum meinsemdum mannkynsins
er að hverfa aptur til hinnar römmustu heiðni.
Þannig er nú þessi lífsskoðun. Það er síðasta
blómgreinin, sem materialismusinn hefur borið.,
Hjer er ávöxturinn fullþroskaður og ályktunin
1) Þessar tilvitnanir eru teknar eptir Luthardt’s: Die-
modernen Weltanschauungen.