Aldamót - 01.01.1891, Síða 32
82
mn langan tíma halda áfram að koma í ljós hver»
vetna i heiminum. Hví eru sjáltsmorðin orðin svo
almenn? Mun það ekki standa i nánu sambandi
við lífsskoðun þeirra, er grípa til þess ógurlega úr-
ræðis að stytta sjer stundir? I lang-flestum til-
fellum er það fólk, sem enga trú hefur á líf eptir
dauðann. Fyrir níu árum taldist mönnum svo til,
að 60,000 manns tækju sig sjálfa af lííi á hverju
ári í Norðurálfunni1; það er fleira en farizt hefur
i blóðugustu bardögum nýrri tíma. Um miðbik
Norðurálfunnar, »frá norð-austur-Frakklandi til aust-
urtakmarka Þýzkalands«, eru sjálfsmorðin lang-
almennust. »Þar, á hjer um bil 942,000 □ kílómetra
stóru svæði, milli 47.-—57. breiddargráðu og20.—40.
lengdargráðu, býr það fólk, sem meira en nokkurt
annað í hinum menntaða heimi er hneigt til að fremja
sjálfsmorð«.—Einmitt á þessu svæði hefur lífsskoðun
materialistanna haft sitt heimilisrjettarland.
Það er eitt merkilegt atriði, sem vantrúarstefn-
nr vorra tíma, einkum materialistarnir, hafa á sínu
»prógrammi«. Það er afnám hjónabandsins. Nú
-þykir hjónabandið of ófrjálslegt. Nú er, eins og
kunnugt er, orðatiltækið free love (bandlaus ást)
orðið að viðkvæði í fremstu fylkingum vantrúar
innar. Menn og konur búa saman um tíma og
hlaupa svo hvert frá öðru til að mynda nýjan
kunningsskap. A þessu ári hefur enska skáldið
William Morris gefið út skáldsögu, sem lýsir lífinu
-á næstu öld frá sjónarmiði sósíalistanna, líkt og
LooJcing Baclcward eptir Bellamy. Þar er hjóna-
1) Sbr. William Mathews: Civilization and suicide. Nortb
ámerican Review. Aprii 1891.