Aldamót - 01.01.1891, Síða 33
33
bandsstofnunin auðvitað felld úr gildi. Ef t. d.
konan er svo stöðuglynd, að hún heldur áfram að
elska föður barnanna sinna, eptir að ást hans til
hennar hefur kólnað, og þykist hafa rjett til hans
um fram aðrar konur, þá er sú tryggð kölluð »hinn
viðurstyggilegasti löstur vorra tíma«. Eins og bú-
ast má við, endar opt það líf, sem byggt er á þess-
ari lífsskoðun, með skelflngum örvæntingarinnar.
Rússneska skáldið Tolstoi hefur meistaralega lýst
því í sinni frægustu bók, Anna Karénina; hann
hefur þar sýnt fram á, hver lífsskoðunin hefur
meiri gæfu í för með sjer, sú, sem heldur hjóna-
bandsstofnuninni í heiðri, eða hin, sem nemur hana
úr gildi.
Eins og jeg áður tók fram, eru það ávextir-
nir, sem eru hinir rjettu dómendur hverrar lífsskoð-
unar sem er. Avextirnir, sem hin materialistiska
lífsskoðun hefur borið, eru þess eðlis, að þeir ættu
ekki að gylla hana í augum alvarlega hugsandi
manna. Það hefur ógurlega hefnd í för með sjer,
að dýrka liið sýnilega en neita tilveru hins ósýni-
lega, — því um leið er öllu því neitað, sem sterk-
ast berandi aflhefur fyrir siðferðislega fullkomnun
mannsins. Því hærra sem lífsskoðunin hefur mann-
inn yflr dýrið, því lengra sem hún leiðir hugsun
hans inn í heim hins ósýnilega og fyllir hjarta
hans kröptum annars æðra lífs, sem ekki er af
þessum heimi, þeim mun meira gjörir hún úr hon-
um og þeim mun meiri andlega og líkamlega heil-
brigði mun hún veita honum.
Það er nú allt útlit fyrir, að hugsun manna
ætli aptur að fara að hneigjast meir að hinu ósýni-
8