Aldamót - 01.01.1891, Page 34
34
lega. Hún hefur nú dvalið svo lengi við hið sýni-
lega, að hún hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að
ekki sje unnt að nema speki lífsins af náttúruvís-
indunum einum, að tilfinningalíf mannsins sje að
minnsta kosti jafn-rjetthátt og þýðingarmikið og hin
líkamlega hlið tilveru vorrar, og að engin heim-
speki, sem tekur ekki siðferðislega meðvitund
mannsins fullkomlega til greina, er sönn í sínu
innsta eðli nje fullnægir til lengdar kröfum and-
ans.
IV.
Jeg hef nú leitazt við að gjöra nokkra grein
fyrir þeirri lífsskoðun, sem um næst undanfarinn
tíma hefur haslað sjer völl á hólmi lífsins gegn
lífsskoðun kristindómsins. Jeg hef leitazt við að
sýna hið innra samhengi hennar og gjöra ljósa
fyrir tilheyrendum mínum stefnu hennar og ávexti-
na, sem hún ber í lífinu. Mjer hefur ekki komið
til hugar að lýsa vantrúnni í öllum hennar mynd-
um og stigbreytingum. En jeg hef reynt að sýna
þá mynd hennar, sem er sjálfri sjer langmest sam-
kvæm, þar sem neitunin ekki er hálf, heldur heil,.
ogþarsemhún hefur verið nógu djörf tilaðstanda
við afleiðingarnar af ályktunum sínum út í yztu
æsar. Það stig vantrúarinnar, sem hjer er lýst, er
hennar efsta stig.
Ef mjer verður nú svarað því, að þetta hafl
verið með öllu óþarft og þýðingarlaust verk, þar
sem ekkert sje til af þessum materialismus meðal
þjóðar vorrar, verð jeg að taka það fram, að jeg
fæ ekki betur sjeð, en að öll sú vantrú, sem fram
kemur meðal fólks vors nú, eigi að meira eða