Aldamót - 01.01.1891, Page 35
35
minna leyti skylt við þessa lífskoðun og sje hálfs-
blindandi að halda í áttina til hennar. Fæstir hafa
gjört sjer grein fyrir skoðunum vantrúarinnar í
þessu samhengi. Flestir ganga hálfblindandi og
vita ekki hvert þeir eru að halda. Ein neitandi
hugsun fæðir aðra af sjer. Menn ganga í leiðslu.
Öll sú neitun, sem fram kemur meðal vor á
hinum opinberuðu sannindum trúarinnar, er byggð
á neitun hins yfirnáttúrlega. Og sú neitun er apt-
ur byggðáþví, að menn hafa fjötrað hug oghjarta
svo við hið sýnilega, að sjóndeildarhringurinn nær
ekki út fyrir takmörk líkamlegra hluta. Það er
fjarri mjer að álíta, að mikið sje til af þessum
materialismus meðal vor á þroskaðasta stigi. Vjer
eigum enganBuchner og engan Friedrich Nietzsche;
það veit jeg vel. Af heimspekilegum materialis-
mus eigum vjer naumast nokkuð. En vjer eigum
ósköpin öli til af honum í lífinu. Það úir og grúir
af honum niðri í rótinni á þjóðlífsakri vorum eins
og af arfa á þeim hveitiakri, sem órækt er komin
í. Þess vegna get jegekki álitið það óþarft verk,
að sýna fram á hið innra samhengi þessarar lífs-
skoðunar og benda á, að hvaða takmarki hún
leiðir.
Það er hættulegt að hafa þá lífsskoðun, sem
afsakar mann, þegar maður fer illa með sjálfan
sig. Það er ljeleg lífsskoðun, sem segir manni-
num, að hann sje ekki annað en dýr og megi þess
vegna lifa eins og dýr. Það er ógöfug lífsskoðun,
sem enga von hefur til að halda í dauðanum upp
fyrir brestandi mannsaugað aðra en þessa: Þú átt
nú ekki annað eptir en að verða að áburði. Það
3*