Aldamót - 01.01.1891, Page 36
86
er slæm lífsskoöun, sem segir við þjófinn og ræn-
ingjann: Það er ekki til neins fyrir þig að vera
hnugginn; þú gazt ekki að þessu gjört, veslingur!
Það er aum lífsskoðun, sem leiðir mann helzt til
örvæntingar og ekki kennir manni önnur úrræði,
þegar í nauðir rekur, en þau að leggja hönd á
sjálfan sig.
Og þó er það einmitt þessi lífsskoðun, sem
vantrúin hefur að bjóða. Auðvitað lifa ekki allir
vantrúaðir menn samkvæmt henni. Þeir lifa meira
samkvæmt lífsskoðun kristindómsins en samkvæmt
sinni eigin lífsskoðun. Þeir lifa nú fyrst og fremst
í kristnu mannfjelagi og eru að meira og minna
leyti undir þeim áhrifum, sem út frá kristindómi-
num ganga. Og svo eru þeir sjálfir í mörgum
tilfellum betri en lífsskoðun þeirra. Þeir hafalífs-
skoðun vantrúarinnar í höfðinu, lífsskoðun kristin-
dómsins í hjartanu. Alveg eins og sumir menn,
sem að nafninu til eru kristnir. Þeir hafa lífs-
skoðun kristindómsins í höfðinu, en vantrúna í
hjartanu. Og hvorirtveggja lifa samkvæmt stefnu
hjartans. En það er tiltölulega fátt af kristnum
vantrúarmönnum, ef jeg svo má að orði komast.
Jeg hef þá von, að vantrú þeirra verði einhvern
tíma að trú. Fjöldanum er hætt við að draga á-
lyktanir, sem koma fram í verkinu, af hinum ein-
stöku setningum þeirrar lífsskoðunar, sem honum
liafa verið kenndar, einkum þegar þær ályktanir
falla saman við tilhneigingar og ástríður vors spillta
manneðlis. Hætturnar, sem fáeinir stilltir, viljasterk-
ir, í flestum tilfellum menntaðir mennsjá og vara sig
við fyrir fram, hvorki sjer fjöldinn nje varar sig