Aldamót - 01.01.1891, Side 37
37
við. Hann verður þeirra ekki var fyrr en um
seinan.
Lífsskoðun vantrúarinnar er jafnvel meðal vor
farin að krefjast jafnrjettis við lífsskoðun kristin-
dómsins. Hún ber sig upp um skort á umburðar-
lyndi, þegar henni er neitað um þetta jafnrjetti.
Þessi jafnrjettiskrafa vantrúarinnar er byggð á
þeirri skoðun, að í trúarlegum efnum standi allir
jafnt að vígi, að trúin sje ekki annað en ætlun
mannsins um þá hluti, sem engum sje unnt að
vitci. Þess vegna hafl enginn rjett til að segja:
mín lifsskoðun er sannleikurinn. Menn hafl að
eins rjett til að segja: sú lífsskoðun, sem jeg held
fram, er sannfæring mín um sannleikann. Það
sje skylda kristinna manna, að sýna andstæðing-
um sínum svo mikla mannúð, að viðurkenna, að
það geti verið, að sannleikurinn sje eins á þeirra
hlið. Hvað t. d. tilveru guðs og eilífs lifs snerti,
standi trúin og vantrúin alveg eins að vígi og tveir
visindamenn, sem láta í Ijósi gagnstæðar skoðanir
um eitthvert vísindalegt atriði, sem enn sje ósann-
að. Þær skoðanir eru almennt álitnar jafn-rjett-
háar, svo framarlega þær sjeu framsettar meðjafn-
mikilli skarpskyggni og þekking. Þannig sje því
einnig varið með trú og vantrú. Og þetta eigi
menn hinnar kristnu lífsskoðunar að kannast við.
Ef vantrúin að eins gæti fengið þessa jafn-
rjettisyfirlýsing af hendi kristinna manna, þættist
hún hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Og hún
hefði líka ástæðu til þess. Með því að kannast við þá
kröfu sem rjettláta, gæfu kristnir menn upp aðal-
kröfu lífsskoðunar sinnar, — þá kröfu hennar, að
hún sje eina lífsskoðunin, sem byggir á sannleika-