Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 38
38
num, eina lífsskoðunin, sem leiði manninn til lífs-
ins, þar sem allar aðrar leiði hann út í opinn
dauðann, — eina lífsskoðunin, sem þess vegna hafi
rjett á sjer. En við þessa kröfu kannast kristnir
menn aldrei.
Höfundur kristindómsins sagði forðum við læri-
sveina sína, að andinn, sem hann lofaði að senda
þeim eptir burtför sína, mundi sannfæra heiminn
um synd. Starfsemi guðs heilaga anda í heimi-
num er samkvæmt því innifalin í þessu, að sann-
færa heiminn um synd. Hvaða synd? »Af því
þeir trúa ekki á mig«. Það er mannanna mikla
synd, — vantrúin. Öll önnur synd er inniíalin í
henni. Lífsskoðun vantrúarinnar synd! Það eru
orð hins eilífa kærleika, sem kom til að frelsa
heiminn, en ekki orð, töluð af dómsjúkum manna-
vörum. En lífsskoðun kristindómsins frelsið frá
syndinni!
Hefjið þess vegna fána hennar hátt, þjer kristnu
menn! Eins víst og guð er til í himninum, eins
víst og þjer eruð til og jeg er til, eins víst er það,
að í henni er lífsins eina frelsi fólgið.
Vjer sitjum á bekk með þeim, sem stynja.
Vjer lifum í heimi, þar sem það að liugsa er hið
sama og að vera sorgbitinn. Ef þú vilt gleðja þinn
stynjandi bróður, kenndu honum lífsskoðun þá, sem
JesúsKristur kenndi heiminum. Ef þú vilt fá ljós
yfir þínar eigin hugsanir, þegar neyð lífsins og
bágindi fylla hjarta þitt myrkri og sorg, lít þá til
hans, sem er ljós heimsins og bið þá hann að vera
þitt ljós.