Aldamót - 01.01.1891, Side 40
40
heljarbjarg, sem miskunnarlaust mer þá til dauða.
gjörir grimmilega út af við þá bæði líkamlega og
andlega. Og það getr, þegar ekki er að því gáð,
ekki að eins marið einstaklinginn til dauða, heldr
líka alveg á sama hátt banað félagslífi manna,
lamað lífið í heilum þjóðflokkum, svo að þeir nærri
því bókstaflega geta hvorki hrært legg né lið.
Fagr og ágætr fyrirlestr, frumsaminn á enskri
tungu, er alveg nýkominn út á íslenzku með þess-
ari fyrirsögn: mestr i heimi. Prófessor Drummond
á Skotlandi er höfundr hans, og ritstjóri Isafoldar,
hr. Björn Jónsson, hefir geflð þjóð vorri hann í
vönduðum islenzkum búningi. Hin íslenzka fyrir-
sögn þess fyrirlestrs hefði eg betr kunnað við að
hefði verið: Það, sem mest er í heimi, því það er
nær frumritinu. Ut af því, sem mest er í allri
tilverunni, er lagt í þeim fyrirlestri. En þessi
minn fyrirlestr er út af því, sem verst er í heimi,
því hræðilegasta og hryggilegasta, sem heimstil-
veran á í eigu sinni eða hefir meðferðis. Það, sem
mest er í heimi, er kærleikrinn, og það er efnið
í fyrirlestri Drummonds. Og af því að guð er kær-
leikrinn, þá er fyrirlestrinn líka um guð. Það,
sem verst er í heimi, er hinn illi andi, sem allan
kærleik vill eyðileggja, og sem, að því leyti, sem
honum tekst það, leiðir myrkr eillfðarinnar yfir
mannssálina, — það myrkr, sem á máli kristin-
dómsins er kallað helvíti. Og eins og þér munuð
kannast við, er þessi illi andi, þetta, sem verst er
í heimi, ekkert annað en djöfullinn. Svo þessi
minn fyrirlestr átti þá að vera út af djöflinum,
ekki eiginlega og í rauninni alls ekki um hann,
heldur út af honum. Hann átti að verða út af