Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 41
41
honum, af því að hann er það, sem verst er í öll-
um heimi.
Eg þarf líklega að biðja yðr alla fyrirgefning-
ar á því, að bjóða yðr fyrirlestr hér á þessu
kirkjuþingi út af eins ljótu og biksvörtu efni eins
og djöfullinn er. Og eg ætla fyrir fram að beið-
ast þess, að enginn, sem orð mín heyrir, fari nú
að slá því föstu, að mér þyki svo skemmtileg
hugsanin um það, sem er illt og svart og skugga-
legt, að eg vilji helzt vera reglulegr pessimisti, og
að þessvegna hafi egvalið mér það, sem verst er
í öllum heimi, til að ganga út frá i þessum fyrir-
lestri. Mér þykir sannarlega ekkert yndi i því að
hugsa um það, sem verst er í heimi. Eg hefi enga
ánægju af því að verða í hugsan minni að ganga
út frá tilveru djöfulsins. Eg vildi lang-heizt ekki
þurfa að taka með i reikning lifsins kristindóms-
opinberanina um það, sem verst er í heimi. Sam-
kvæmt náttúrlegum tilfinningum mínuin vildi eghelzt
mega sleppa við hugsanina um þetta svartasta
og hræðilegasta atriði í kristindómssýningunni af
tilverunni. En þegar eg sé, að afleiðingin af því
að sleppa alveg þessu opinberunaratriði úr hugsan
sinni verðr iðulega og undr eðlilega sú, að menn
missa trúna á það, sem bezt er í heimi, sleppa
gjörsamlega kærleikans guði úr meðvitund sinni
og sjá ekkert fram undan sér, að þessu jarðneska
lífi enduðu, annað en biksvart myrkr tilveruleysis-
ins, bókstaflegan eilífan dauða, þá verðr mér það
ljóst, að ekki dugir annað en frá upphafi að taka
þetta, sem verst er i heimi, þetta, sem ritningin
kallar djöful, hann og hans ríki, með inn í reikn-
inginn. Eg sé, að neitanin á þessu, sem verst er