Aldamót - 01.01.1891, Side 45
45
lega er almennt viðrkennd, stendr í nánu sam-
bandi við þessa ríku tilhneiging til að neita tilveru
þess, sem verst er í heimi, er eg þegar hefi sagt
uð vera muni ríkjandi bæði ofarlega og neðarlega
í íslenzka mannfélaginu. í sínum einkennilegu
ljóðum á gamla-ársdag síðasta segir séra Mattías
Jokkumsson:
En eg sé voðann og bölva boðann,
sem brennir öld,
að liennar undr er tjá og tundr
og trúin köld;
sé bót ei fundin, þá kemr kvöld,
þá kallar stundin með refsigjöld.
Það sýnist skýrt vaka fyrir honum, að þjóðlífið vort
fslenzka sé í hættu einmitt nú. Honum dylst það
ekki, þrátt fyrir allan sinn ljúfmannlega optim-
ismus, að það þarf meiri og heitari og hreinni trú
á það, sem mest er í heimi, en þjóðin á nú í eigu
ninni, til þess að vel geti farið. En hitt dylst hon-
um vafalaust, að þessi trúarskortr eða trúarfátœkt
stendr í óaðskiljanlegu sambandi við hina sterku
og að ætlan minni vaxandi tilhneiging hjá þjóðinni
bæði innan kirkju og utan til þess að neita til-
veru þess í kristindómsopinberaninui, er snertir
ríki hins illa eða þess, sem verst er í heimi. Það
■stendr víst fyrir honum svo, að í því sé enginn
skaði, þótt menn missi alveg sjónar á höfðingja
myrkraríkisins, kristinn lýðr sleppi honum út úr
sinni meðvitund og kirkjan stryki hann gjörsam-
lega út úr sinni trúarjátning. En hann gætir þess
ekki, að öll trú á það, sem gott er og guðlegt, er
óðar í veði, þegar menn hætta að sjá það, sem illt
•er og óguðlegt, og taka tillit til þess. Og eins að því