Aldamót - 01.01.1891, Side 47
47
er til, þá er sjálfsagt að trúa á hann. En skyn-
semin ein getr ekki fundið hann. Hún finnr ekk-
ert nema tóm náttúruöfl, tilfinningarlaust og ó-
sveigjanlegt náttúrulögmál. Og með dauðanum
sýnist allri lífstilveru lokið. Von eilífs lífs getr
skynsemin ekki gefið. Og þegar sú von fæst ekki,
þá er lífið greinilega orðið tál. Það, sem mest er
i heimi, kærleikrinn, er nú orðið manni til kvalar.
Þegar kærleikrinn í mannshjartanu er sviftr von
eilífs lífs, þá verðr hann að píslarvendi örlaganna
á þann, sem sá kærleikr heyrir til. Guð er horf-
inn og það, sem upphaflega sýndist gott, missir
nú óðum gildi sitt. Eilífðargildi hefir það ekkert,
og fyrir þetta stutta jarðneska lif borgar það sig
margoft miklu síðr en það, sem illt er kallað.
Eitthvert ósýnilegt afl hlýtr nú þó að standa á
bak við heimstilveruna. Hún er ekki annað en
tál. Ekki getr þá aflið ósýnilega, sem hún á rót
sína að rekja til, verið gott afl. Það hlýtr að vera
illt afl. Heimstilveran hlýtr að vera ill tilvera. —
Nú heflr vantrúin lokið sinni hringferð. Hún byr-
jaði upphaflega með því að neita tilveru djöfulsins*
hún hefir nú endað með því að vera orðin að trú
á djöfulinn. Það er auðvitað ekki biblíunnar djöf-
ull, þetta sem hún endar á. Það er annar marg-
falt verri djöfull. Undan þeim djöfli, sem heilög
ritning opinberar, er æfinlega í þessu lífl unnt að
flýja. En undan þeim djöfli, sem vantrúin hefir
búið til, er ómögulegt að flýja fyrir neina manns-
sál. Hann er einvaldr yfir gjörvallri tilverunni.
Hann tekr við mönnum hér inn í virkilegt helvíti,
þegar menn fœðast, en sérstaklega er það sárt og
kvalafullt, það helvíti, fyrir þá, sem elska og á-