Aldamót - 01.01.1891, Page 48
48
stunda vilja það, sera gott er. Þeir verða öllum
mönnum verr úti. Og svo, þegar lífstilveran jarð-
neska er á enda, er öllum jafnt skilmálalaust og
óhjákvæmilega af hendi hins hræðilega alheims-
drottins varpað út í eilífan dauða. — Kristindóms-
opinberanin sýndi, eins og hún sýnir ávallt, svart
ský yzt í sjóndeildarhringnum. Vantrúin vildi
ekki á það ský horfa, lokaði augunum fyrir því,
hélt því fram, að það væri ekki til. Og svo óx
það ský smásaman, án þess vantrúaráhangandinn
af því vissi, yfir hans eigið höfuð, og hann leit
ekki upp fyr en öll birta var horfin úr sálu hans.
Þá leit hann upp, og sjá, hið biksvarta ský huldi
allan himininn, — tilveran öll orðin að koldimmri,
stjörnulausri nótt! Allt endar í eilífu vonarlausu
myrkri.
Það eru til mörg æfintýri frá gömlum tíðum,
þar sem þetta er standanda aðalatriði: Einn ágætr
konungssonr leggr á stað ríðandi með friðu föru-
neyti burt úr höll föður síns eitthvað út á land til
þess að skemmta sér. Hann ætlar að veiða dýr
'og fugla. Náttúran er yndisleg, dagrinn blíðr og
bjartr. Það segir ekki af þessari skemmtiför fyr
en konungssonr sér ljómandi fallegan hjört fram
undan sér. Slíkt dýr hafði hann aldrei tyr séð á
æfi sinni. Því varð hann fyrir hvern mun að ná.
Og svo hleypir hann hinum bráðfjöruga hesti sín-
um á eftir því, og hirðsveinar hans keppast um
að fylgja honum. En brátt ríðr hann þá af sér.
Hjörtrinn fagri fiýr eins og elding, lengra og lengra
út á mörkina. Konungssonr ríðr og ríðr allt hvað
af tekr. En það dregr sundr með dýrinu og hon-
um. Hann missir sjónar á því, og hirðsveinarnir