Aldamót - 01.01.1891, Síða 51
51
Ganga vantrúarinnar byrjar vanalega eins og
skemmtiför konungssonarins í æfintýrinu, og end-
irinn er hinn sami: í tröllahöndum, — í hinni
hræðilegustu andans tilveru, sem hugsazt getr. Að
komast í tröllahendr þýðir voðalega mikið. Tröll-
in eru tilfinningarlaus, sálarlaus, án alls andleg-
leika. Þau eru ímynd þess, sem grófast og hrotta-
legast og afskaplegast er í tilverunni. Blint, hel-
kalt, steindautt náttúrulögmálið, algjörlega slitið
burt frá hinum lifanda kærleikans guði, hugsað
eins og sjálfstœð vera eða sjálfstœðar verur með
eins konar lífi, undr lágu og ljótu, en jafnframt
hræðilegu, — það eru tröllin. Svo það að komast
í tröllahendr, það þýðir það andlega ástand, sem
maðrinn er í, þegar vantrúin er búin að byrgja
tilveru hins lifanda guðs fyrir honum. Náttúran,
guðs eigið handaverk, verðr þá í augum hans ekkert
annað en samsafn af slíkum huggunarlausum og
hræðilegum, hálf-lifandi, hálf-dauðum öflum. Það
er til svo kölluð lífsskoðan, sem á vísindalegu máli
heitir materiálismus. Sú lífsskoðan viðrkennir eng-
an guð, ekkert eilíft líf, enga tilveru nema hins
líkamlega efnis, náttúrunnar og náttúrulögmálsins
tilveru. I tröllahöndum er maðrinn, þegar hann
hefir náð sér niðr í þá lífsskoðan. — Tröllin eru í
þjóðtrúnni hugsuð ákaflega heimsk, reglulegar í-
myndir heimskunnar. Og ekki er nein heimska
eins stór til eins og vantrúin í hennar fullþrosk-
uðu mynd, vantrúin, þegar hún er orðin að þeirri
dýrslegu lífsskoðan, sem nefnd er materialismus.
í þá átt stefnir öll vantrú. Þegar þangað er kom-
ið og hinn líkamlegi dauði er 1 augsýn, þá er eng-
in von framar til, engin ljósskíma í tilverunni sýni-
4*