Aldamót - 01.01.1891, Page 52
52
leg, ekkert til nema grimmt guðlaust myrkr. — En
förin i tröllahendr var upphaflega skemmtiför.
Menn lögðu á stað til þess að skemmta sér. Til-
veru þess, sem verst er í heimi, var neitað. Þeir
voru ekki hræddir við neina verulega hættu. Þeir
slepptu eilífðaralvörunni úr lííi sínu. Það var ó-
hætt að njóta lífsins, elta dýrið töfraða. Það var
búið að slá því föstu, að allt hlyti að enda vel.
Lífsnautnin hélt áfram um stund, svo lengi sem
kraptarnir leyfðu og svo lengi sem náttúran var
svo yndisleg. En trúin dó út fyrir bragðið. Dimm
þoka lagði sig yfir tilveruna, og svo kom stormr
og hríð. Þá var trúin á það, sem bezt er heimi,
hér um bil farin. Og hún fór algjörlega, þegar hið
illa afl eða hinn illa anda bar fyrir í nýrri lokk-
andi töframynd. Og upp frá því er lifsskoðanin
orðin fullþroskaðr materialismus og áhangendr
þeirrar lífsskoðunar í tröllahöndum. — Nú geta
allir séð, hvert únítararnir svo kölluðu eru að
fara. Nú er augsýnilegt, hvert allir þeir meðal
fólks vors eru að stefna, sem eru búnir að taka
sýning kristindómsorðsins af því, sem verst er í
heimi, burt úr sinni trúarjátning. Þeir eru allir á
leiðinni með sjálfa sig og sína vantrúar-áhangendr
í tröllahendr. Þeir lögðu á stað í andlega skemmti-
för, sögðu, að öllu væri óhætt, því að ekkert hel-
víti væri til og djöfullinn væri tóm ímyndan. Sé
þeirri skemmtiför haldið áfram í sama anda, og
hið töfraða dýr elt þangað til þokunni slær yfir,
þá veit eg, hvar það andlega ferðalag endar. Það
endar í tröllahöndum.
Eg hefi talað um gang vantrúarinnar sem hring-
för, hefi tekið fram, að hún byrjar venjulega á