Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 54
54
skift um vantrúna; liún er orðin að umskiftingi;
hún hefir úr optimista breytzt í pessimista. I til-
verunni sér hún nú að eins það, sem illt er, og þá
er undirstaðan fengin að þeirri sannfœring, að til-
veran öll hvíli í höndum þess anda eða þess afls,
sem vér hljótum að kalla djöfulinn. — Þegar van-
trúin leggr á stað með mannsandann út í sína
hringferð, þá snýr hún bakinu að sínum burtfarar-
bletti eða »útgangspunkti«, sem einmitt er tilvera
þess, sem verst er í heimi. Og af því hún snýr
að því bakinu, þá sér hún það ekki, og hún fjar-
lægist það meir og meir, þangað til liálfri hring-
ferðinni er lokið; þá breytist undr náttúrlega af-
staðan þannig, að hún getr nú séð það eins og um
öxl; hún snýr sér, nauðug viljug að því meir og
meir, hún hefir það meir og meir fyrir framan sig,
og að sama skapi hefir hún á þessum síðarahelm-
ing hringfararinnar meir og meir fyrir aptan sig
það, sem bezt er í heimi, ljósið í tilverunni, guð,
kærleikann; það hverfr henni meir og meir, þang-
að til hringförinni er lokið og ekkert í augsýn
nema hinn svarti »útgangspunktr«. En það er
ekki neinn punktr lengr. Hann hefir vaxið í all-
ar áttir og breitt sig út yfir alla tilveruna; hún
öll er út frá liinum litla dökkva bletti orðin að
virkilegu, hræðilegu, takamarkalausu svartahafi,—
biksvart, huggunarlaust dauðamyrkr er yfir öllu.
Að það er ekki neinn heilaspuni úrmér, þetta,
sem hér er tekið fram um hringför vantrúarinnar,
heldr helber virkilegleikr, það sést bezt á nútíðar-
skáldskap hinna svokölluðu realista og undirbú-
ningnum að því, hvernig hann meir og meir hefir
vaxið burt frá ljósinu inn í lieldimmt myrkrið.