Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 55
55
Lengra út í myrkr vonleysisins er vist eigi unnt
að leiða mannlegan anda heldr en gjört erímörg-
um nýjustu ritum realisa-ská 1 danna. 0g þessi
realista-skáld, það eru leiðandi skáldin í heiminum
mí, eða að minnsta kosti hafa nú upp á síðkastið
verið það. I þeim skáldahópi stendr Henrik Ib-
sen, norska skáldið, að öllum líkindum fremstr.
Eg hygg menn hljóti að telja hann konunginn í
ríki nútíðarskáldanna. Hann skapar svorisavaxn-
ar hugmyndir, og þessar risavöxnu hugmyndir
fljúga eins og þykk örvadrífa yflr mann hvar sem
maðr stendr uppi i ritunum hans. Ogþað er eins
og hver einsök af þessum örvum verði að lifandi
veru og fljúgi inn í hjartað manns svo undr nátt-
úrlega og alveg að sjálfsögðu. Allt er stórt hjá
þeim manni, hver hugsan svo óheyrilega víðtœk
og efnisrík, hið skáldlega áræði alveg takmarka-
laust, en—allt stefnir út i myrkrið. Eða að minnsta
kosti sýnist hver einasta ljósskíma vera horfin í
síðustu verkunum hans. Seinasta rit Ibsens, út
komið einmitt á síðasta missiri, er Hedda Gabler.
Það eru tvær aðalpersónur í því riti, og þær báð-
ar taka lífið af sjálfum sér. Svo lífsskoðanin, sem
i því riti ræðr, er augsýnilega eins dimm og
huggunarlaus eins og þegar verst hefir verið hjá
þeim höfundi áðr. Sjálfsmorð er daglegt brauð
hjá öllumþessum realista-skáldum. Þeir sjá engin
önnur úrræði til að leysa hnút örlaganna, þegar
hann harðnar nokkuð til muna, en þetta, að menn
drepi sjálfa sig. Með öllu sínu skapanda ímynd-
unarafli og íþróttarlegu snilld, og með allri þeirri
persónulegu tilfinning, sem þeir, margir hverjir,
sýnast hafa fyrir eymd og böli mannlegs lífs, geta