Aldamót - 01.01.1891, Page 57
57
unarlaus, eins og stórskorin og œgileg tröll, sem
orðin eru að steini. 0g þó þau sé svona stein-
dauð, þá er eins og maðr heyri þau hrópa með
dimmri, en sterkri rödd út yfir mannabyggðirnar
niðri í dölunum: Engin lífsvon framar!—Og þetta
er líka einmitt seinasta orðið, sem þessi realista-
skáld láta ritin sín flytja sinni samtíð, seinasti boð-
skaprinn, sem þeir láta berast út yfir byggðir
manna: Lífið er ekki þess vert, að það sé lifað,
því að öll von er tál.— Eg hefi oft dázt að þeim
uppdráttum, sem þessi skáld koma með bæði af
náttúrunni og mannlífinu. Þeir eru svo meistara-
lega fullkomnir í íþróttarlegu tilliti. Og eg dáist
að þeim enn. En eg dáist að þeim alveg á sama
hátt og eg hefi allt af dázt að sumum þessum trölls-
legustu fjöllum heima á Islandi. Mér kemr nú til
hugar fjafiagirðingin sunnan megin við Berufjörð,
frá Búlandsnesi og Djúpavogskauptúni inn undir
fjarðarbotn. Það er víst einhver sú svartasta og
eyðilegasta náströnd, sem til er á Islandi, að minnsta
kosti sem eg liefi séð þar. Það er einn bœr á
þeirri náströnd, sem heitir Urðarteigr. Og bœjar-
nafnið segir til, hvers eðlis sú landspilda er: ein-
tóm urð, Ijót, illhryssingsleg, nálega alveg gróðr-
laus stórgrýtisurð. Og þessi urð myndar alla fjalls-
hlíðina, þangað til komið er langt langt upp eftir.
Þá tekr við reglulegr hamraveggr, sem girðir hlíð-
ina, ef hlíð skyldi kalla, alla að ofan. En sá
hamraveggr er að eins undirstaða undir fleiri fjalla-
jötnum, sem aðskildir af eins konar dalahvylftum,
gróðrlausum og undr stórskornum, gnæfa lengst upp
í himininn. Þessir háfjallshnúkar, hringsettir hin-
um hrikalegustu klettabeltum, mynda sums staðar