Aldamót - 01.01.1891, Page 61
komizt, því hið andlega ferðalag þeirra var hring-
för, og nú var hringrinn hálfnaðr. Og svo hlutu
realistarnir að taka við, halda því áfram, sem
eftir var af hringferðinni. Enda má greinilega
rekja förin þeirra eftir öllum síðara helmingi hrings-
ins. Lengra en þeir eru komnir geta þeir ekki
komizt. Því þeir standa nú allir með alla birtuna
að baki sér og horfa út í kolsvarta, vonarlausa,
eilífa dauðans nætrdimmu. Þeir hafa snúið æfin-
týri lífsins upp í tröllasögu.
Eg þykist nú hafa sýnt all-greinilega, hvernig
fer, þegar mannsandinn sleppir sér inn í þann
barnalega idealismus, að neita tilveru þess, sem
verst er í heimi. Eg ætlast til, að mönnum skil
Jist það af þessu, sem eg hefi tekið fram úr heimi
skáldskaparins á þessari öld, að samkvæmt nokk-
urskonar náttúrulögmáli leiðir slík afneitan mann-
legan anda út í hættulega og hörmulega. hringferð.
'Til allrar hamingju sýnast allar líkur lúta að því,
að hinn vonlausi og kolsvarti reaZisfu-skáldskapr,
sem í síðustu tíð hefir haft svo mikið ríki í stórum
hluta hins menntaða heims, sé bráðum orðinn út-
lifaðr. Menntaþjóðirnar, sem hann hafa alið og af
sér getið, virðast greinilega vera farnar að fælast
hann og þá örvæntingar-lífsskoðan, er hann hefir
lialdið á lofti. Og þegar þær, hvenær sem það
verðr, hafa slitið sig frá honum og þannig fyrir
mildi guðlegrar forsjónar frelsazt úr tröllahöndum,
þá er vonanda, að menn láti sín eigin sögulegu
víti sér að varnaði verða, hræðist framvegis bæði
oftrúaröfgar idealistanna og vantrúaröfgar realist-
■anna, haldi báðum augum sínum opnum, stingi
hvorugt þeirra úr sér, og byrji svo ekki nýja af-
neitunar-bringför. En hvað sem þessari ósk eða