Aldamót - 01.01.1891, Side 63
63
vel almyrkvuðu reaZwrfa-lífsskoðan, bendir vissu-
lega á, að það er enn ekki nema tiltölulega. mjög
lítið brot af þjóð vorri, sem í vantrúarlegu tilliti
er komið inn á síðara helminginn af sinni hring-
ferð. En í því er lítil huggun, úr því það er aug-
sýnilegt, að enn þá miklu stœrra brot af þjóðinni
er komið út í sömu hringferðina, þó það sé enn
statt á fyrra helmingnum, og þeir menn sjái þar
af leiðandaekki þá hættu, sem þeir eru staddir í,
og það myrkr, sem þeir stefna út í. — Eg hverf
nú burtu frá skáldskapnum og inn í virkilegleik-
ann, hinn sögulega íslenzka nútíðar-virkilegleika.
Haíið þér ekki tekið eftir því, hve örðugt allr fé-
lagskapr með ákveðnu prógrammi eða fast afmark-
aðri trúarjátning á uppdráttar meðal fólks vors.
bæði heima á Islandi og hér vestra? Það hefir
að vísu öll lifandi undr verið talað um frelsi og
framfarir af oss Islendingum á þessum síðustu tím-
um. Og að félagsskapr sé nauðsynlegr til þess að
styðja frelsið og framfarirnar, því virðist fólk ai-
mennt ekki hafa neitt á móti. En þegar á að
fara að ákveða, í hverju þetta, sem kallað er
»frelsi og framfarir«, sé fólgið, fyrir hverju menn
eigi eiginlega félagslega að berjast, hverju féiags-
skaprinn eigi að halda fram sem sínu lífsspursináli,
þá fer vanalega að vandast leikrinn. I prógramms-
lausan, trúarjátningarlausan, og þar af leiðanda
stefnulausan félagsskap vill fjöldi íslendinga lang-
helzt ganga. Slíkr félagsskapr getr samkvæmt
hlutarins eðli undr lítið gott gjört, en í honum
vilja margir af fólki voru fegnir vera; hann er
vinsælli en allr annar félagsskapr, og hann er svo
vinsæll fyrir þá sök, að hann samsvarar nákvæm-