Aldamót - 01.01.1891, Síða 64
64
lega hinni óákveðnu og fálmandi frelsishugmynd,
sem ríkjandi er hjá þjóðinni. Allr félagsskapr,
sem hefir ákveðið prógramm, og sem þar af leið-
anda slær því föstu í því prógrammi, hvað það sé,
sem hann er með, og hvað það sé, sem hann er
á móti, og reynir svo í verkinu að framfylgja
þessu, má meðal Islendinga búast við að verða
sakaðr um það, að hann sé að hlynna að ófrelsi
og kúgan almennings. Það er fullt hér vestra af
svo kölluðum frelsispostulum, sem sí og æ eru í
frelsisins og framfaranna og mannréttindanna og
kærleikans og sannleikans nafni að vara almenn-
ing við slíkum fastákveðnum félagsskap, með öðr-
um orðum: öllum þeim félagsskap, sem nokkurt
vit eða gagn er í. Þeir vilja svo sem hafa félags-
skap, þeir menn, en hann verðr þá að vera svo
víðr og frjálslyndr, að menn með öllum möguleg-
um og ómögulegum skoðunum geti komizt þar fyr-
ir. Þeir vildi helzt hafa eitt allsherjar andlegt og
líkamlegt framfarafélag fyrir alla íslendinga, þar
sem öllum hugsanlegum mönnum og málefnum
væri gefið jafnrétti. í fljótu bragði getr virzt, að
þessir menn hafi dœmalaust mikla frelsisást og
trú á það, sem gott er, gefa þeir fyllilega í skyn
að þeir liafi. En í reyndinni sýnir það sig, að sú
frelsisást og sú trú er ekkert annað en reykr. Að
svo miklu leyti sem þeir ráða gangi mannfélags
vors, þessir menn, þá hættir hann að vera fram-
rás, en verðr í þess stað að hringiðu. — Þegar
Odyssevs íþöku-konungr forðum var á sinni hrak-
ningsferð heim til sín úr Tróju-leiðangrinum, þá urðu
þar á sjóleiðinni fyrir honum tvær óvættir, sem
Hómer skáld nefnir Skylla og Karybdis. Þær