Aldamót - 01.01.1891, Síða 65
65
voru í sundinu milli Sikileyjar og Ítalíu. Það voru
eiginlega tvær hættulegar rastir eða hringiður, sem
í huga þeirrar tíðar fólks urðu að yfirnáttúrlegum
og hræðilegum verum. Alla hluti og alla menn,
sem nærri þeim komu, soguðu þessar óvættir niðr
i sig. Þær leituðust sérstaklega við að krœkja í
allt lifanda, sem fór þar um og kom þeim nálægt,
og tœkist þeim það, þá var því dauðinn vís. Miðs-
vegar á milli þeirra varð sjófarandinn að halda
skipi sínu, ef hann átti ekki að lenda í annarri
hvorri þeirra. Það var þrautin meiri, en Odyssevs
vann þá þraut, og svo komst hann af, þótt með
nauðum væri. — Það er eiginlega engin Skylla og
engin Karybdis nú til á þeim stað, sem Hómer
segir frá. En þær eru til eins fyrir því, þessar ó-
vættir. Hringiðurnar í mannlegu félagslifi, sem hin-
ir viljalausu og stefnulausu frelsisglamrarar mynda,
það eru Skylla og Karybdis þessara síðari tíma.
Og þar sem það er víst, að slíkar hringiður eru til
i nútíðar-þjóðlífinu íslenzka, þá þurfurn vér líka
alvarlega að gæta þess, að lenda ekki með vor fé-
lagsmál í Skyllaeða Karybdts. Pólitíkin á Islandi
á undra-örðugt að komast nokkuð áfram með þjóð
vora fyrir þá sök, að það eru þar svo allt of fáir
stjórnmálamenn enn með nokkurri fastri, ákveð-
inni stefnu. Regluleg flokkaskifting út af opinber-
um málum getr varla sagzt að vera þar enn. Og
þar sem svo er ástatt, myndast þessar hringiður í
þjóðlífinu rétt af sjálfu sér. Allir óákveðnu og
stefnulausu demagógarnir, sem ekkert prógramm
hafa og snúast svo eins og vindhanar á húsbust
eftir því sem vindurinn blæs, — allir slíkir mynda
6