Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 69
69
sjá ekki neitt verulega illt í því, sem er á móti
manns eigin velíerðarmáli og vilja ekki slást á
móti því. 0g það er vegrinn til þess að afneita
því, sem bezt og mest er í heimi, að loka augum
sínum fyrir því, sem verst og hræðilegast er í
heimi. Vantrúin á tilveru þess, sem illt er, getr
af sér deyfð í hinni góðu framsókn. Lífið verðr
eins og dauðamóða með óteljandi hringiðum. Og
hringiðurnar segja frá því, að það ferðalag, sem
því lífl tilheyrir, er að verða ein dauðans hring-
för, — ferðalag á fyrra helmingi vantrúar-hrings-
ins, ferðalag, sem, ef því er haldið áfram í sama
anda, lendir þá og þegar inn á síðara hringhelm-
inginn, æfintýri, sem áðr en nokkur veit af, getr
breytzt í tröllasögu.
Það eru ekki svo fáir, sem eins og séra Matt-
ías Jokkumsson i sínum áramótasöng sjá það, að
það er hættuleg tíð fyrir þjóðlífið íslenzka, þessi
yfirstandandi, — margir Islendingar vafalaust, sem
íinnst hann fari sönnum og spámannlegum orðum
um aðalmeinið í þessu sama þjóðlífi, er hann segir:
Hið innra angr, að utan flangr
eg ætla’ að sé,
þá ýtar hæða hin œðstu gœði
og elta fé
og láta’ i naði löst og spé,
þótt leiki’ á þræði öll heilög vé.
Þeir sjá eins og hann stefnuleysið, hringiðu-
háttinn, hinn megna skort á trú á hin góðu mál-
efnin. Þeir sjá, að það lífsæfintýri, sem þjóðin vor
nú stendr uppi í, er ískyggilegt, er virkilega farið
að fá á sig ýms tröllasögu-einkenni. Allir slíkir
vildi sannarlega varna því, að þetta illa yrði al-