Aldamót - 01.01.1891, Síða 74
74
•en engan annan, er óhætt að ganga út í lífið og
dauðann.
Það er ein þjóðsaga, sem, að því er eg man
eftir, stendr alveg ein í sinni röð meðal íslenzkra
•æfintýra. Þau enda vanalega svo undr vel, þrátt
fyrir allan ófagnaðinn, sem þau opinbera. En
þetta eina, sem eg nú vildi nefna, endar illa, hræði-
lega ilia. Það er æfintýrið um »dýrið arga á fjállinu
Kargon«. Það dýr var mannleg persóna, mig
minnir helzt konungssonr, í álögum. Hann komst
aldrei, sá aumingja-maðr, úr þeim álögum. Hann
dó sorglegum dauða í álögunum. Eg grét yfir
þeirri sögu, þegar eg var barn, grét af því að
tárin hrundu af augum dýrsins, er það var að
deyja, vonlaust um það að geta nokkurn tíma frels-
azt framar. Og raunasvipr hins grátanda og dey-
janda dýrs, eða réttara sagt hins grátanda og dey-
janda manns í álögunum, stendr enn fyrir minni
andlegu sjón, hefir aldrei getað horfið, þó að langt
sé nú síðan eg fyrst heyrði þá sögu og eg að öllu
öðru levti sé búinn að gleyma henni. En eg liefi
aldrei skilið þetta, sem sitr fast í huga mínum af
þessu einstaklega æfintýri, fyr en eg fékk augun
upp fyrir hringför vantrúarinnar og því hræðilega
takmarki, sem hún stefnir að. Og svo segi eg þá
að ending: Sleppið eigi trúnni átilveru þess, sem
verst er í heimi. Haldið föstu því, sem kristin-
dómrinn opinberar af þeirri tilveru, til þess að
það í kristindóminum, sem býðr frelsi frá þeirri