Aldamót - 01.01.1891, Page 76
IV.
Guðdómr drottins vors
Jesú Krists.
Eptir
N. Steingrím I*orláksson.
Efni það, sem eg ætla að tala um, er svo mik-
ilfenglegt og þýðingarmikið, að maðr mér færari
hefði átt að hafa það til meðferðar. En þar sem
eg, þrátt fyrir það, hve vel eg hef fundið tilþess,
að málefnið er mér ofvaxið, þó kringumstæðnanna
vegna tekst á l endr að flytja fyrirlestr um guð-
dóm drottins vors, þá er það eingöngu fyrir þá
öruggu trú, að hann, sem lofaði forðum ekkjuskerf-
inn, nmni blessa hvern þann skerf, sem lagðr er
fram til þess að efla hans dýrð, hversu fátæklegr
sem skerfrinn er. Og verði það, sem sagt verðr,
einhverjum að gagni, þá þykist eg ekki hafa talað
til ónýtis. Líka verðr að minnast þess, að í ein-
um fyrirlestri verðr ekki sagt allt, sem segja má
um málið, heldr að eins lítið brot af því. Það
hlýtr því að hafa þau merki á sér, sem einkenna.
hvert brot.