Aldamót - 01.01.1891, Síða 81
81
náttúriegum viðburðum. Samkvæmt þessu gat þá
Jesús Kristr ekki verið yfirnáttúrleg persóna. Og
nllt það í frásögunum um hann, sem var yflrnátt-
úrlegs eðlis og sem benti til hins yflrnáttúrlega
eðlis hans, gat því ekki verið satt. Allt það þurfti
að vinzast burt. En það kom brátt í ljós, að þessi
afstaða gat ekki staðizt. Onnur eins meðferð á
hinum postullegu ritum var auðsjáanlega ekkert
annað en hið helberasta síálfræði, en engin vís-
indaleg meðferð. Það var ekki unnt að segja
annað en að postularnir hefðu átt að vita bezt um
það, sem þeir sáu og heyrðu. Þeir voru sjónar-
og heyrnar-vottar. Og alls staðar kemr það fram,
að þeir hafa verið fullvissir um það, óbifanlega
sannfærðir um það, að sá boðskapr, sem þeir höfðu
að fiytja, væri sannleikr. Hinn alkunni frakkneski
maðr Guizot, sem enginn mun vilja bera fáfræði
á brýn, segir á einum stað: »Það má segja, að
þeir menn, sem fyrst hafa fært í letur söguna um
Jesúm, hafi ekki verið hámenntaðir menn eða að
þeir hafi ekki verið menn með kritiskri greind; en
enginn getr þó neitað þeim um einlægni þá, sem
alls staðar skín úr orðum þeirra; þeir hafa trúað
því, sem þeir sögðu; og orð sín innsigluðu þeir
með blóði sínu«. Maðr ætti þó að hugsa sig dálít-
ið um, áðr en þeirra vitnisburðr er gerðr ómerkr,
sem fúslega láta lífið fyrir vitnisburð sinn. Þeir
ættu að minnsta kosti að komast hjá því að verða
ásakaðir fyrir fals og svik. Þeir voru heldr ekki
auðtrúa, þessir menn. Það kostaði þá ákaflega
mikið stríð að komast til trúarinnar. En þegar
þeir voru búnir að eignast trúna á hinn upprisna
6