Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 82
82
frelsara, á hið mesta kraptaverk, er þeir þó áttu
svo dæmalauslega eríitt með að trúa á, þrátt fyr-
ir það, að þeir mörgum sinnum áðr höfðu séð mik-
il kraptaverk, — þá fyrst urðu þeir óbifanlega
fastir í trú sinni. Það var ekki að eins í eitt
skipti, að þeir sáu hinn upprisna, heldr sáu þeir
hann mörgum sinnum, og í hvert skipti styrktust
þeir í trú sinni. Það var heldr ekki að eins einn
maðr, sem sá hann, heldr sáu hann margir. Og
þar sem nú það er eins áreiðanlegt og nokkuð, að
frelsarinn uppreis frá dauðum, hvað ætti þá að
geta verið á móti því að trúa, að hin kraptaverk-
in virkilega hafi átt sér stað. Og trúi maðr þessu
yfir höfuð, þá ætti það ekki að vera svo erfitt að
trúa sjálfri holdtekningu drottins vors. En þá er
ekki lengr nein ástæða fyrir mann til að neita op-
inberaninni, að guð hafi opinberazt í Kristi og að
hið opinberaða orð sé sannleikr. Og trúi maðr
yfir höfuð guðlegri opinberan með þýðingu fyrir
alla menn, þá hlýtr maðr að trúa áreiðanlegleik
þess orðs, sem segir frá henni. Því að hvaða gagni
kæmi guðleg opinberan oss, ef vér vissum ekkert
áreiðanlegt um hana?
Það var nú fundið til þess, hve erfitt væri að
eiga við vitnisburð postulanna um Jesúm Krist, er
vér eigum í ritum þeirra, þegar neita átti öllu
yfirnáttúrlegu. Þess vegna var það, að guðfræð-
isstefna sú, sem kennd er við Thiibingen, tókst
um þetta leyti það á hendr að reyna að ónýta
þann vitnisburð, sem vér eigum i hinum postul-
legu ritum. Það var leitazt við að sýna fram á^
að ritin væru ekki eptir postulana eða frá þeim
tíma, heldr væru þau til orðin miklu seinna. Hin