Aldamót - 01.01.1891, Page 83
83
fyrsta kristni átti að hafa skipzt í tvo andstæða
flokka. Varð ágreiningr svo mikill milli þessara
flokka, að lá við borð, að kristindómrinn ætlaði
að verða að engu. Þá var það, að nokkrir frið-
elskandi menn —, sem elskað hafa þá friðinn meir
en sannleikann —, áttu að hafa tekizt á hendr að
semja þessi rit, sem kennd eru við postulana, til
þess að koma á sátt og samlyndi milli flokkanna
og jafna úr ágreiningnum. Með guðspjalla söguna
fóru þeir þá eins og bezt átti við tilgang þeirra;
þeir bættu við hinn sögulega kjarna í þessu augna-
miði, felldu úr honum og löguðu hann alla vega til.
Og svo átti kirkjan, sem hlaut náttúrlega að vita
um þetta fals, að hafa tekið þessi ritfóstr að sér,
knésett þau og kanóniserað sem postulleg rit! Það
er sannarlega ekki auðveldara að trúa þessari til-
gátu — því annað en tilgáta er það ekki — en
nokkrum þeim yfirnáttúrlegum viðburði, sem sagt
er frá í hinum postullegu ritum.
Þessi tilgáta og allr sá mikli lærdómr, sem
til brunns var borinn tilgátunni til stuðning, átti,
eins og þegar var drepið á, að gjöra ómerkan
vitnisburð hinna postullegu rita; því hefðu þau til
orðið með þessu móti, sem tilgátan gjörir ráð fyr-
ir, þá var engu því að treysta í þeim, sem ekki
sannaði sig sjálít. Það, sem hneykslaði þessa guð-
fræðinga, var einnig allt hið yfirnáttúrlega, sem
kemr fyrir í ritunum; þeir vildu geta gjört grein
fyrir tilorðning kristindómsins á náttúrlegan hátt,
eins og allir þeir leitast við að gjöra, sem skoða
kristindóminn að eins sem einn lið eða eitt stig í
trúarbragða-framsókninni. Krist skoðuðu þeir þá
6*